Íþrótta- og tómstundanefnd

11. júní 2008 kl. 08:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 78

Ritari

  • Ingvar S. Jónsson
  1. Almenn erindi

    • 0801164 – Ásvellir, nýr salur og stúka

      Til fundarins mætti Helgi Már Halldórsson, arkitekt og kynnti teikningar af nýjum sal og stúku við Íþróttamiðstöð Hauka og kostnaðaráætlun byggða á frumdrögum ASK Arkitekta. Starfshópur um uppbyggingu Ásvalla óskar eftir umsögn íþrótta- og tómstundanefndar um frumdrögin.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur Herði Þorsteinssyni að senda umsögn í ljósi umræðunnar á fundinum.

    • 0805043 – ÍBH, tímaúthlutun til aðildarfélaga sumar 2008

      Lögð fram tímaúthlutun ÍBH fyrir aðildarfélög sín í íþróttamannvirkjum, vegna starfstímabilsins 2008-2009.

    • 0804259 – 17. júní 2008

      Lögð fram dagskrá 17. júní hátíðarhalda.

    • 0710243 – Íþrótta- og æskulýðsstarf barna af erlendum uppruna, rannsókn

      Rætt um skýrslu sem gerð var um þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og æskulýðsstarfi og kynnt var 21.05.sl.

      Íþrótta- og tómstundarnefnd þakkar Erlu Sigurlaugu Sigurðardóttur fyrir vel unnin störf. %0D %0DÍþrótta- og tómstundarnefnd leggur það í hendur Aðgerðahóps um málefni barna innflytjenda í Hafnarfirði sem starfandi er í Hafnarfirði og forvarnafulltrúi hefur umsjón með, að leggja fram aðgerðaráætlun um aukna þátttöku barna og unglinga af erlendu bergi brotin í íþrótta- og tómstundarstarfi.%0DAðgerðahópurinn skal vinna aðgerðaráætlun þessa í samstarfi við ÍBH. Leggja skal aðgerðaráætlun þessa fram eigi síðar en í október 2008. %0D

    • 0803182 – Sumarstarf 2008

      Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála kynnti sumarstarfið en það hefur farið vel af stað.

    • 0802001 – Barnaverndarmál, framkvæmdaáætlun

      Lögð fram

    • 0801161 – Stjórn skíðasvæða, fundargerðir 2008

      Lögð fram fundarferð frá 30.05.sl.

    • 0702004 – Sundmiðstöð á Völlum, framkvæmdir

      Lögð fram fundargerð frá 27.05.sl.

    • 0806055 – Íþrótta- og æskulýðsmál, afmælisfjöf frá Bærum

      Kynnt afmælisgjöf frá Bærum með boði til fjögra ungra balletdansara á námskeið í Bærum í ágúst nk.

    • 0806075 – Forystufélagsmiðstöðvar

      Lagðar fram upplýsingar um umsóknir frá félagsmiðstöðvum um verkefnið.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur formanni og deildarstjóra æskulýðsmála að afgreiða umsóknirnar.

Ábendingagátt