Íþrótta- og tómstundanefnd

18. ágúst 2008 kl. 08:15

í Mjósundi 10

Fundur 79

Ritari

  • Ingvar S. Jónsson
  1. Almenn erindi

    • 0808039 – Ráð og nefndir, kosning

      Á fundi bæjarstjórnar 10. júní s.l. var eftirfarandi samþykkt:%0DÍþrótta- og tómstundanefnd: %0D%0DMargrét Gauja Magnúsdóttir, Suðurgötu 38 %0DHörður Þorsteinsson, Stuðlabergi 38 %0DSigmundur Friðþjófsson, Suðurgötu 67. %0DVaramenn: %0DSandra Jónsdóttir, Efstuhlíð 21 %0DÁrni Björn Ómarsson, Hverfisgötu 22 %0DGuðmundur Jónsson, Spóaás 17

      Lagt er til að Margrét Gauja Magnúsdóttir verði formaður og Hörður Þorsteinsson varaformaður. Samþykkt með tveimur atkvæðum.

    • 0808040 – Samanburðarskýrsla ÍBR um styrkveitingar til íþróttastarfs

      Lögð fram til kynningar samanburðarskýrsla ÍBR um styrkveitingar til íþróttastarfs.

      Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar þessari skýrslu sem gefur sterka vísbendingu um góða stöðu mála hjá Hafnarfjarðarbæ varðandi styrki til íþróttastarfs miðað við önnur sveitarfélög.

    • 0808041 – Afreksmannasjóður, úthlutun

      Lagt fram yfirlit yfir þá sem fengu styrk úr Afreksmannasjóð á Ólympíuleikana 2008.

    • 0804272 – Ásvallalaug

      Íþróttafulltrúi greindi frá stöðu mála í Ásvallalaug.

    • 0808044 – Niðurgreiðsla 16 ára og yngri, yfirlit

      Lagt fram yfirlit yfir niðurgreiðslu á íþróttum og tómstundum fyrir 16 ára og yngri.

    • 0803182 – Sumarstarf 2008

      Farið yfir starfssemi Vinnuskóla Hafnarfjarðar sumarið 2008.

    • 0708052 – Hjólabretti, aðstaða

      Ný brettaaðstaða við Víðistaðaskóla kynnt.

    • 0804259 – 17. júní 2008

      Farið yfir framkvæmd og fyrirkomulag á 17. júní hátíðarhöldum.

    • 0806075 – Forystufélagsmiðstöðvar

      Úthlutun vegna verkefnisins forystufélagsmiðstöðvar kynnt.

    • 0702004 – Sundmiðstöð á Völlum, framkvæmdir

      Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá 8.7 og 6.8 s.l.

    • 0801164 – Ásvellir, nýr salur og stúka

      Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá 3. og 6. júní s.l.

Ábendingagátt