Íþrótta- og tómstundanefnd

1. september 2008 kl. 08:15

í Mjósundi 10

Fundur 80

Ritari

  • Anna K. Bjarnadóttir
  1. Kynningar

    • 0808270 – Félagsmiðstöðvar, haust 2008

      Kynnt upphaf á starfi félagsmiðstöðva og aukin aðstaða og nýjar áherslur í Verinu.

    • 0808271 – Ásinn félagsmiðstöð, tilraunaverkefni með 4. bekk

      Kynnt tilraunaverkefni í Ásnum þar sem starf með 4. bekk verður í vetur.

    • 0804153 – Frístundaheimili, verkefni 2008

      Fyrirkomulag á haustönn kynnt en boðið verður upp á fjölbreitt námskeið og býður hvert frístundaheimili upp á 2-3 námskeið.

    • 0804272 – Ásvallalaug

      Lögð fram til kynningar opnunardagskrá Ásvallalaugar sem fram fer laugardaginn 6. sept. kl. 13:00. Farið í vettvangsferð að loknum fundi.

    • 0808267 – Fjármál í málaflokknum, yfirlit

      Fjárhagsstaða í málaflokknum kynnt.

    • 0808264 – Ásvellir, nýframkvæmdir, umsögn

      Lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundanefndar vegna nýframkvæmda á Ásvöllum.

      Sigmundur sat hjá vegna umsagnarinnar.

    • 0808044 – Niðurgreiðsla 16 ára og yngri, yfirlit

      Rætt um fyrirkomulag niðurgreiðslna.

      Formanni ÍTH og formanni ÍBH falið að gera tillögu um verklagsreglur varðandi niðurgreiðslu fjölgreinaíþróttafélaga.

    Umsóknir

    • 0808265 – Alþjóðlegt mót FH og Hauka, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi frá Einari Andra Einarssyni, f.h. FH og Hauka, dags. 21.8, þar sem óskað er eftir styrk vegna alþjóðlegs handknattleiksmóts í ágúst.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styrkja erindið um kr. 100.000 og felur íþróttafulltrúa afgreiðslu þess. Jafnframt er farið fram á kostnaðaráætlun vegna mótsins.

    • 0808266 – Sterkasti maður Íslands, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi frá Félagi Íslenskra Aflraunamanna dags. 20.8, þar sem farið er fram á styrk vegna mótaraðarinnar Sterkasti maður Íslands.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styrkja erindið um kr. 50.000 og felur íþróttafulltrúa afgreiðslu þess. Jafnframt er farið fram á kostnaðaráætlun mótsins.

    • 0808263 – Körfuknattleikur kvenna, styrkbeiðni vegna landsleikja

      Lagt fram erindi frá Körfuknattleiksdeild Hauka dags. 14.8, þar sem farið er fram á styrk vegna umsjón með framkvæmd landsleikja A-landsliðs kvenna í ágúst/september.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styrkja erindið um kr. 50.000 og felur íþróttafulltrúa afgreiðslu þess. Jafnframt er farið fram á kostnaðaráætlun mótsins.

    Fundargerðir

    • 0702004 – Sundmiðstöð á Völlum, framkvæmdir

      Lögð fram til kynningar verkfundargerð frá 19.08 s.l.

    • 0801164 – Ásvellir, nýr salur og stúka

      Lagðar fram til kynningar verkfundargerðir frá 16.07 og 26.08 s.l.

    • 0801163 – Kaplakriki framkvæmdir fundargerðir 2008

      Lögð fram til kynningar verkfundargerð frá 25.08 s.l.

Ábendingagátt