Íþrótta- og tómstundanefnd

29. september 2008 kl. 08:15

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 82

Ritari

 • Anna K. Bjarnadóttir
 1. Kynningar

  • 0804260 – ÍTH, spurningakeppni

   Kynnt fyrirkomulag spurningakeppni íth í samstarfi við grunnskólanna.

  • 0809318 – Húsnæðismál félagsmiðstöðva

   Deildarstjóri æskulýðsmála gerði grein fyrir jákvæðri þróun í húsnæðismálum félagsmiðstöðva.

  • 0809310 – Tómstundabandalag Hafnarfjarðar, kynning

   Formaður Tómstundabandalags Hafnarfjarðar gerði grein fyrir stöðu mála og kynnti helstu verkefni TBH.

  Almenn erindi

  • 0809149 – Íshokkísamband Íslands, skautahöll

   Tekin fyrir bókun bæjarráðs 25.9. s.l..%0D”4. 0809149 – Íshokkísamband Íslands, skautahöll %0DLagt fram erindi Íshokkísambands Íslands dags. 9.9.2008 þar sem fram koma árnaðaróskir í tilefni 100 ára afmælis bæjarins. Jafnframt er bæjarráð hvatt til að huga að undirbúningi að byggingu skautahallar. %0DBæjarráð vísar erindinu til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd.”

   Íþrótta- og tómstundanefnd áréttar fyrri bókun ÍTH frá 14. jan. s.l. þar sem lögð er áhersla á að uppbygging íþróttamannvirkja sé í samræmi við forgangsröðun Íþróttabandalags Hafnarfjarðar.

  • 0809312 – Ásvallalaug, rekstrarnefnd

   Nefndina skipa forstöðumaður Ásvallalaugar, framkvæmdarstjóri SH, fulltrúi frá líkamsræktarstöðinni Hress, fulltrúi Íþróttafélagsins Fjarðar ásamt fulltrúa frá ÍTH.

   Íþrótta- og tómstundanefnd skipar varaformann íth f.h. ÍTH til setu í rekstrarnefnd Ásvallalaugar.

  • 0809308 – Jafnréttismál, skipan starfshóps

   Tekin fyrir bókun íth frá 15. sept. s.l.%0D”6. 0808128 – Hagir og líðan ungs fólks í Hafnarfirði, niðurstöður rannsóknar 2008 %0DForvarnafulltrúi mætti til fundarins og kynnti niðurstöður rannsóknarinnar Hagir og líðan ungs fólks í Hafnarfirði 2008. %0DÍþrótta- og tómstundanefnd telur heildarniðurstöður vegna íþrótta- og tómstundariðkun hjá unglingum í Hafnarfirði jákvæðar. Hins vegar er ástæða til að skoða vel minnkandi þátttöku stúlkna í íþrótta- og tómstundastarfi. %0DÍþrótta- og tómstundanefnd leggur til í samræmi við stefnumörkun um jafnréttismál að skipaður verðir starfshópur með fulltrúum frá ÍTH, ÍBH og Jafnréttis- og lýðræðisnefnd. Starfshópurinn samræmi aðgerðir með vísan til jafnréttisáætlunar ÍBH frá 2004 sem unnin var af jafnréttisnefnd ÍBH. %0DNánar tekið fyrir á næsta fundi.” %0DLagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs frá fjölskylduráðsfundi 24.9. s.l.

   Íþrótta- og tómstundanefnd skipar formann íth sem fulltrúa íth í starfshóp og er jafnframt falið að kalla hópinn saman sem samanstendur af fulltrúa frá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar, forvarnarnefnd og jafnréttis- og lýðræðisnefnd ásamt því að leita eftir fulltrúa frá Tómstundabandalagi Hafnarfjarðar.

  Umsóknir

  • 0809306 – Skákdeild Hauka, erindi um endurskoðun rekstrarstyrkjar

   Tekið fyrir erindi frá Skákdeild Hauka dags. 22. sept. s.l. þar sem farið er fram á endurskoðun samnings rekstrarstyrkjar.

   Íþrótta- og tómstundanefnd felur varaformanni og íþróttafulltrúa að ræða við bréfritara.

  • 0809304 – Dansíþróttafélag Hafnarfj. erindi um endurskoðun rekstrarstyrkjar

   Tekið fyrir erindi frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar dags. 18. sept. s.l. þar sem farið er fram á endurskoðun samnings rekstrarstyrkjar.

   Íþrótta- og tómstundanefnd felur varaformanni og íþróttafulltrúa að ræða við bréfritara.

Ábendingagátt