Íþrótta- og tómstundanefnd

8. desember 2008 kl. 08:15

í Mjósundi 10

Fundur 87

Ritari

  • Anna K. Bjarnadóttir
  1. Almenn erindi

    • 0812047 – Götuviti - útivakt félagsmiðstöðva

      Starfsmenn félagsmiðstöðva hafa verið á vaktinni á laugardagskvöldum og er þetta samstarfsverkefni forvarnardeildar og æskulýðs- og tómstundadeildar.

    • 0812048 – Foreldrarölt

      Rætt um foreldrarölt í hverfum bæjarins og gengur það mjög vel í öllum hverfum.

      <DIV&gt;<EM&gt;Íþrótta- og tómstundanefnd mun mæta á foreldraröltið.</EM&gt;</DIV&gt;

    • 0812049 – Gizmo, týskusýning í Vitanum

      Haldin var vegleg týskusýning í Vitanum 4. des. s.l. og er þetta áratugagamall viðburður er kallast Gizmo. Um 100 unglingar tóku þátt í sýningunni og fjöldi áhorfenda.

      <DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0812046 – ÍBH, Hafnarfjarðarbær, Alcan, úthlutun samkv. samningi

      Lögð fram til kynningar drög að úthlutun styrkja til íþróttafélaganna samkvæmt samningi þar um vegna íþróttastarfs 16 ára og yngri með tilliti til menntunarþáttar þjálfara og námskrárgerðar íþróttafélaganna og nema þeir alls kr. 4.800.000.-. Afhending styrkjanna fer fram á Íþróttahátíðinni 29. desember n.k.

      <DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0812045 – Heilsurækt í Suðurbæjarlaug, framlenging á leigusamningi

      Lagt fram samkomulag um framlengingu á leigusamningi Medic Operating AB frá 12.10. 1998, um húsnæði til reksturs heilsuræktarstöðvar í Suðurbæjarlaug.

      <DIV&gt;<EM&gt;Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir samkomulagið fyrir sitt leiti.</EM&gt;</DIV&gt;

    • 0812044 – Styrkir sveitarfélaga til íþróttastarfs, samanburðarskýrsla ÍBR

      Lögð fram til kynningar skýrsla Íþróttabandalags Reykjavíkur, dagsett í október 2008; Styrkir til íþróttastarfs. Samanburður milli sveitarfélaga.Tölur miðað við árið 2006.

      <DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0811040 – Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2008

      Lögð fram drög að dagskrá hátíðarinnar sem haldin verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu, fimmtudaginn 29. desember n.k. kl. 18:00. Alls verða heiðraðir um 555 Íslandsmeistarar, 15 hópar Bikarmeistara, sérviðurkenningar til einstaklinga vegna m.a. Norðurlandameistaratitla og Ólympíuþátttöku. Einnig verða veittir viðurkenningarstyrkir til íþróttafélaga vegna Íslands- og Bikarmeistaratitla í efstu flokkum, alls 16 hópar og til úthlutunar kr. 3.300,000-.

      <DIV&gt;%0D<DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    Umsóknir

    • 0812056 – Haukar körfuknattleiksdeild, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi frá Körfuknattleiksdeild Hauka dags. 1. des. s.l. þar sem óskað er eftir styrk vegna minniboltamóts sem haldið verður í janúar n.k.

      <EM&gt;Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styrkja erindið um kr. 50.000 og felur íþróttafulltrúa afgreiðslu þess. Jafnframt er óskað eftir kostnaðaráætlun mótsins.</EM&gt;

    Fundargerðir

    • 0801160 – ÍBH, fundargerðir 2008

      Lögð fram til kynningar fundargerð Íþróttabandalags Hafnarfjarðar frá 3.11. s.l.

      <DIV&gt;%0D<DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt