Lýðræðis- og jafnréttisnefnd

28. janúar 2008 kl. 16:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 83

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0710243 – Íþrótta- og æskulýðsstarf barna af erlendum uppruna, rannsókn

      Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, mannfræðingur, mætti til fundarins og gerði grein fyrir vinnu sinni við rannsókn á þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

    • 0703082 – Jafnréttisstefna Hafnarfjarðarbæjar 2007-2011.

      Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi gerði grein fyrir vinnu vegna útgáfu stefnunnar.

    • 0801353 – IceAid - íslensk þróunar- og mannúðarsamtök, beiðni um samstarf.

      Lagður fram tölvupóstur frá IceAid, íslenskum þróunar- og mannúðarsamtökum, þar sem óskað er eftir stuðningi Hafnarfjarðarbæjar við samtökin með því að útvega skrifstofu með tölvu og síma og starfsmann í hálfu starfi.

      Lýðræðis- og jafnréttisnefnd telur verkefni samtakanna mikilvæg en að það sé ekki í verkahring sveitarfélagsins að standa að slíkum rekstri líkt og beiðnin kveður á um. Nefndin vísar erindinu til frekari afgreiðslu í bæjarráði.

Ábendingagátt