Lýðræðis- og jafnréttisnefnd

18. febrúar 2008 kl. 00:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 84

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0701205 – Nýbúaútvarp.

      Halldór Árni, forstöðumaður fjölmiðladeildar mætti til fundarins og gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.%0D%0D

      Lýðræðis- og jafnréttisnefnd felur lýðræðis- og jafnréttisfulltrúa að kalla eftir afstöðu Alþjóðahúss vegna aðkomu þeirra að verkefninu fyrir næsta fund.

    • 0802001 – Barnaverndarmál, framkvæmdaáætlun

      Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum en óskað hefur verið eftir umsögn lýðræðis- og jafnréttisnefndar um áætlunina.

      Frestað til næsta fundar.

    • 0802095 – Þjónustuver, þjónusta við innflytjendur.

      Lýðræðis- og jafnréttisnefnd samþykkir að vísa eftirfarandi tillögu til bæjarráðs: %0D”Bæjarráð samþykkir að í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar starfi þjónustufulltrúi sem sinnir sérstaklega málefnum innflytjenda og þjónustu við þá.”

    • 0802004 – Alþjóðahús, þjónustusamningur 2008

      Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi upplýsti um samþykkt fjölskylduráðs fyrir framlengingu þjónustusamnings við Alþjóðahús til eins árs. Jafnframt lagði ráðið til að lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi yrði fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í samstarfsráði skv. samningnum.

    • 0802124 – Grundtvig verkefni, umsókn.

      Lögð fram umsókn um þátttöku lýðræðis- og jafnréttisnefndar í evrópska Grundtvig-verkefninu.

Ábendingagátt