Lýðræðis- og jafnréttisnefnd

25. febrúar 2008 kl. 00:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 85

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0701391 – Skólaverkefni, samstarfsverkefni Hfj.bæjar, Kópavogsbæjar, Akureyrarbæjar, Jafnréttisstofu, Félagsmálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar.

      Lögð fram drög að samstarfssamningi um skipulag, framkvæmd og fjármögnun verkefnisins „Jafnréttisfræðsla í leikskólum og grunnskólum“ fyrir tímabilið 1. apríl 2008 til 1. júní 2009.

      Lýðræðis- og jafnréttisnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

    • 0701205 – Nýbúaútvarp.

      Lýðræðis- og jafnréttisnefnd óskar eftir upplýsingum frá Flensborgarskólanum um stöðu verkefnisins, bæði varðandi rekstrar- og dagskrárgerðarþáttinn, og jafnframt hugmyndir skólans um framhald verkefnisins.

    • 0802071 – Samband íslenskra sveitarfélaga, stefnumótun í málefnum innflytjenda

      Lagt fram bréf, dags. 5. febrúar sl., frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna vinnu við stefnumótun í málefnum innflytjenda en bæjarráð óskar eftir umsögn lýðræðis- og jafnréttisnefndar vegna bréfsins.

      Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúa falið að ganga frá umsögn.

    • 0802001 – Barnaverndarmál, framkvæmdaáætlun

      Lögð fram að nýju drög að framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum en óskað hefur verið eftir umsögn lýðræðis- og jafnréttisnefndar um áætlunina.

      Frestað milli funda.

Ábendingagátt