Lýðræðis- og jafnréttisnefnd

1. október 2008 kl. 16:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 93

Ritari

 • Anna Jörgensdóttir lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 0711064 – Íbúaþing 2008.

   Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi gerði grein fyrir undirbúningi íbúaþings.

  • 0710127 – Jafnréttisvog sveitarfélaga.

   Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi gerði grein fyrir endurskoðun Jafnréttisvogar (tæki til að mæla jafnrétti í sveitarfélögum) en endurkskoðunin breytir innbyrðis röðun einstakra sveitarfélaga og skv. Jafnréttisvoginni nú er Hafnarfjarðarbær í 5. sæti á landsvísu.

   Lýðræðis- og jafnréttisnefnd lýsir yfir ánægju með að Jafnréttisvogin hafi verið tekin til endurskoðunar og að niðurstaðan sýnir að Hafnarfjarðarbær stendur framarlega í jafnréttismálum.

  • 0809032 – Ungt fólk, hagir barna og ungmenna 2008

   Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi, mætti til fundarins. Jafnframt lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

   Lýðræðis- og jafnréttisnefnd fagnar þeim tillögum sem samþykktar hafa verið í íþrótta- og tómstundanefnd og fjölskylduráði sem er ætlað að skoða betur ástæður þess að hafnfirskar stúlkur stundi skipulagt íþrótta- og tómstundastarf í minnkandi mæli milli ára.

Ábendingagátt