Lýðræðis- og jafnréttisnefnd

22. desember 2008 kl. 16:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 96

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0809322 – Jafnréttisfulltrúar sviða

      Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi upplýsti að öll svið, nema fræðslusvið, hafa tilnefnt jafnréttisfulltrúa á sínu sviði. Stefnt er að fyrsta fundi með fulltrúun í janúar.

      Lýðræðis- og jafnréttisnefnd hvetur fræðslusvið til að tilnefna sinn fulltrúa líkt og jafnréttisstefna Hafnarfjarðarbæjar kveður á um en sviðið gegnir mikilvægu hlutverki í jafnréttisstarfi sveitarfélagsins.

    • 0812193 – Jafnréttishús, þjónustusamningur

      Lögð fram beiðni, dags. 15. desember sl., frá Jafnréttishúsi um gerð þjónustusamnings við fyrirtækið fyrir árið 2009.

      Lýðræðis- og jafnréttisnefnd lýsir yfir ánægju með starfsemi Jafnréttishúss en vísar til þess að drög að fjárhagsáætlun fyrir 2009 liggja nú þegar fyrir. Það er mat nefndarinnar að ekki sé rétt að verða við beiðninni, að svo stöddu, ef horft er til þess fjármagns sem er áætlað til málaflokksins. Beiðninni vísað til frekari afgreiðslu í bæjarráði.

Ábendingagátt