Lýðræðis- og jafnréttisnefnd

25. febrúar 2009 kl. 16:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 99

Ritari

 • Anna Jörgensdóttir lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 0902236 – Ársskýrsla 2008, lýðræðis- og jafnréttisnefnd.

   Lögð fram ársskýrsla lýðræðis- og jafnréttisfulltrúa vegna starfa lýðræðis- og jafnréttisnefndar á árinu 2008.

  • 0809322 – Jafnréttisfulltrúar sviða

   Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi upplýsti um fyrsta fund með jafnréttisfulltrúum sviða sem var haldinn í síðasta mánuði.

  • 0902239 – Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti

   Lagt fram erindi frá Islandpanorama þar sem Hafnarfjarðarbæ er boðið að gerast meðlimur í samtökunum Borgir gegn rasisma í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti sem verður dagana 14.-21. mars nk. Jafnframt er óskað eftir því að plakötum verði dreift í bæjarfélaginu í tilefni vikunnar.

   Lýðræðis- og jafnréttisnefnd tekur jákvætt í það að dreifa plakötum innan bæjarins í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti.

Ábendingagátt