Menningar- og ferðamálanefnd

3. október 2022 kl. 10:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 395

Mætt til fundar

  • Jón Atli Magnússon aðalmaður
  • Hugi Halldórsson varamaður
  • Helga Björg Gísladóttir varamaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 2112031 – Menningarstyrkir 2022

      Tillaga að úthlutun menningarstyrkja í seinni úthlutun ársins 2022 samþykkt.

      Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir að styrkja eftirfarandi verkefni:

      Birna Rún Eiríksdóttir – Uppistand í miðbænum – 200.000 kr.
      Guðrún Erla Hólmarsdóttir – Freyðijól 2022 / Jólakabarett – 150.000 kr.
      Arnór Björnsson – Um Tímann og Gervigrasið – 200.000
      Halla Björg Haraldsdóttir – Kórinn – stjórnandi Guðrún Árný – 150.000
      Jón Rafnsson – “Hátíðarnótt” í Fríkirkjunni í Hafnarfirði – 100.000
      Fanný Lísa Hevesi – Jólakósí – 150.000
      Þórir Snær Sigurðarson – Fólkið í firðinum: Hafnfirðingar segja frá – 50.000 kr.

    • 2110461 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022

      Farið yfir framkvæmd opins samráðsfundar um menningarmál sem fram fór í Hafnarborg 28. september.

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar þeim fjölmörgu sem sóttu menningarmótið fyrir gagnlegar upplýsingar sem komu fram í hópavinnu sem verkefnastjóra er falið að vinna úr.

    • 1809488 – Tjaldstæðið, Víðistaðatúni

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar þann 21. september 2022 var óskað eftir umsögn menningar- og ferðamálanefndar um frekari útfærslu á stækkun tjaldsvæðis á Víðistaðatúni.

      Lagt fram og frestað meðan beðið er eftir gögnum.

    • 22091065 – Prentsögusetur, ósk um samstarf

      Lögð fram fyrirspurn um sýningaraðstöðu fyrir starfsemi Prentsöguseturs.

      Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir kynningu frá Prentsögusetri.

    • 22091070 – Óperudagar, ósk um samstarf

      Lögð fram fyrirspurn um samstarf vegna óperudaga.

      Menningar- og ferðamálanefnd vekur athygli Óperudaga á að næstu menningarstyrkir verða auglýstir lausir til úthlutunar í janúar 2023.

    • 1901368 – Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur 2019-2022

      Erindi frá Gaflaraleikhúsinu vegna endurnýjunar á samstarfssamningi lagt fram.

      Menningar- og ferðamálanefnd tekur jákvætt í erindið og lýsir yfir áframhaldandi samstarfsvilja. Verkefnastjóra falið að hefja undirbúning viðræðna við Gaflaraleikhúsið um áframhaldandi samning.

Ábendingagátt