Menningar- og ferðamálanefnd

12. október 2022 kl. 09:00

Sjá fundargerðarbók

Fundur 396

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Jón Atli Magnússon aðalmaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Ritari

 • Andri Ómarsson verkefnastjóri
 1. Almenn erindi

  • 22091065 – Prentsögusetur, ósk um samstarf

   Haukur Már Haraldsson og Tryggvi Þór Agnarsson úr stjórn Prentsöguseturs kynntu starfsemi félagsins.

   Menningar- og ferðamálanefnd þakkar Hauki og Tryggva fyrir kynninguna.

  • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

   Forstöðumenn menningarstofnana kynntu áherslur safnanna við gerð fjárhagsáætlunar 2023.

   Menningar- og ferðamálanefnd þakkar forstöðumönnunum fyrir kynninguna.

  • 2103163 – Áfanga- og markaðsstofa fyrir höfuðborgarsvæðið

   Lögð fram rekstrargreining fyrir Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins og minnisblað Björns H. Reynissonar verkefnastjóra um næstu skref.

   Lagt fram til kynningar.

  • 2206311 – Áfangastaðaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið

   Rætt um vinnu við áfangastaðaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið.

   Menningar- og ferðamálanefnd boðar aðila í ferðaþjónustu til opins fundar í Bookless Bungalow, Vesturgötu 32, miðvikudaginn 26. október kl. 9 vegna vinnu við gerð áfangastaðaáætlunar höfuðborgarsvæðisins.

  • 2210174 – Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2022

   Ferðamálstofa hefur auglýst til umsókna styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingu ferðamannastaða. Hafnarfjarðarbær hefur sótt um styrki vegna Hellisgerði og Seltúns.

   Lagt fram.

  • 1912183 – Heimsókn menningar- og ferðamálanefndar í Bókasafn Hafnarfjarðar

   Sigrún Guðnadóttir forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar kynnti starfsemi safnsins sem fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir.

   Menningar- og ferðamálanefnd óskar Bókasafni Hafnarfjarðar til hamingju með 100 ára afmælið og þakkar Sigrúnu fyrir kynninguna.

Ábendingagátt