Menningar- og ferðamálanefnd

23. nóvember 2022 kl. 09:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 399

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Jón Atli Magnússon aðalmaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Ritari

 • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

 1. Almenn erindi

  • 1702065 – Leikfélag Hafnarfjarðar, húsnæði

   Stjórn Leikfélags Hafnarfjarðar kemur til fundarins að ræða húsnæðismál félagsins.

   Menningar- og ferðamálanefnd þakkar Leikfélagi Hafnarfjarðar fyrir kynninguna og gott samtal um framtíðar starf félagsins. Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir því að fá drög að samstarfsamningi frá Leikfélagi Hafnarfjarðar og framtíðarsýn þeirra.

   Menningar- og ferðamálanefnd leggur áherslu á að fundin verði lausn sem hentar fyrir starf félagsins og felur verkefnastjóra að vinna áfram að málinu.

  • 22111195 – Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur 2023-2025

   Lögð fram drög að samstarfssamningi við Gaflaraleikhúsið.

   Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir drög að samningi og vísar til bæjarráðs til samþykktar.

  • 2206311 – Áfangastaðaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið

   Aðgerðaráætlun Hafnarfjarðar í áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins 2023-2026 lögð fram til samþykktar.

   Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir framlagða aðgerðaáætlun Hafnarfjarðar í áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins.

  • 1809488 – Tjaldstæðið, Víðistaðatúni

   Tekið fyrir að nýju.

   Menningar- og ferðamálanefnd leggur áherslu á að fundin verði hentug lausn til stækkunar á tjaldsvæðinu svo hægt sé að taka á móti sem flestum almennum gestum án þess að það skerði gæði útivistarsvæðisins á Víðistaðatúni.

  • 2209429 – Jólaþorpið 2022

   Rætt um framkvæmd Jólaþorpsins sem opnaði við hátíðlega athöfn föstudaginn 18. nóvember.

   Menningar- og ferðamálanefnd þakkar starfsfólki bæjarins fyrir upppsetningu og skipulagningu Jólaþorpsins og hvetur Hafnfirðinga og gesti til þess að sækja Jólaþorpið og jólabæinn Hafnarfjörð heim á aðventunni.

  • 22111186 – Jólaskreytingakeppni 2022

   Rætt um fyrirkomulag árlegrar jólaskreytingarkeppni.

   Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar eru hvattir til þess að setja upp stóru jólagleraugun í desember og senda ábendingu um það hús, götu og fyrirtæki í Hafnarfirði sem þeim þykir bera af í jólaskreytingunum þetta árið. Menningar- og ferðamálanefnd mun fara yfir tilnefningar og veita viðurkenningar fyrir bestu jólaskreytingarnar 16. desember í Jólaþorpinu. Verkefnastjóra falið að vinna að málinu og kalla eftir tilnefningum.

Ábendingagátt