Menningar- og ferðamálanefnd

7. desember 2022 kl. 09:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 400

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Jón Atli Magnússon aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

  1. Almenn erindi

    • 2212081 – Aðgerðaáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022-2025

      Rætt um aðgerðaráætlun í menningar- og ferðamálum sem byggir á heildarstefnumótun Hafnarfjarðar og gögnum frá opnum samráðsfundum sem menningar- og ferðamálanefnd boðaði til í haust.

      Verkefnastjóri fór yfir drög að aðgerðaáætlun og er falið að vinna að þeim áfram í samráði við forstöðumenn og annað starfsfólk menningarstofnana.

    • 2212080 – Bæjarlistamaður 2023

      Farið yfir undirbúning varðandi val á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar árið 2023.

      Drög að auglýsingu samþykkt og verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu.

    • 2212079 – Menningarstyrkir 2023

      Farið yfir undirbúning fyrri úthlutunar menningarstyrkja á árinu 2023.

      Verkefnastjóra falið að auglýsa eftir umsóknum um menningarstyrki í byrjun janúar.

    • 2209429 – Jólaþorpið 2022

      Rætt um framkvæmd Jólaþorpsins og tengdra viðburða.

      Menningar- og ferðamálanefnd er ánægð að heyra að miklum fjölda gesta í jólabænum Hafnarfirði og minnir á að frestur til að senda inn tilnefningar um bestu jólaskreytingarnar er til sunnudagsins 11. desember.

    • 1702065 – Leikfélag Hafnarfjarðar, húsnæði

      Lagt fram erindi Leikfélags Hafnarfjarðar varðandi húsnæðismál félagsins.

      Lagt fram.

    • 2212082 – Aðstaða til listsköpunar í Hafnarfirði, fyrirspurn Samfylkingarinnar

      Lögð fram fyrirspurn um aðstöðu til listsköpunar í Hafnarfirði.

      Verkefnastjóra falið að taka saman minnisblað um aðstöðu til listsköpunar í samræmi við framlagða fyrirspurn.

Ábendingagátt