Menningar- og ferðamálanefnd

18. janúar 2023 kl. 09:00

í Langeyri, Strandgötu 6

Fundur 401

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Jón Atli Magnússon aðalmaður

Ritari

 • Andri Ómarsson verkefnastjóri
 1. Almenn erindi

  • 2209429 – Jólaþorpið 2022

   Farið yfir framkvæmd Jólaþorpsins og tengdra viðburða.

   Verkefnastjóri fór framkvæmd jólaþorpsins 2022. Menningar- og ferðamálanefnd þakkar góða kynningu og þakkar starfsfólki bæjarins fyrir gott utanumhald um jólabæinn Hafnarfjörð.

  • 2212081 – Aðgerðaáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022-2025

   Farið yfir drög að dagskrá árlegra viðburða ársins 2023.

   Verkefnastjóra falið að undirbúa árlega viðburði í samræmi við umræður á fundinum.

  • 2301448 – Húsverndarsjóður 2023

   Farið yfir undirbúning úthlutunar úr húsverndarsjóði. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa í Hafnarfirði og veitir styrki til viðhalds og endurbóta.

   Auglýst hefur verið eftir umsóknum og er umsóknarfrestur til og með 28. febrúar 2023.

  • 2103163 – Áfanga- og markaðsstofa fyrir höfuðborgarsvæðið

   Á 548. fundi stjórnar SSH sem fram fór 12. desember sl. samþykkti stjórn SSH fyrir sitt leyti að Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins verði sett á fót. Fyrirliggjandi samningsdrög, ásamt fylgigögnum, lögð fram til kynningar.

   Menningar- og ferðamálanefnd fagnar stofnun áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins og vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarráði.

Ábendingagátt