Menningar- og ferðamálanefnd

26. febrúar 2008 kl. 00:00

á Vesturgötu 8

Fundur 101

Ritari

 • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 0801209 – Styrkir nefndar 2008

   Karl Rúnar Þórsson mætti til fundarins og gerði grein fyrir umsóknum sem bárust vegna húsverndar. Farið yfir umsóknir til lista- og menningarstarfsemi, önnur umferð.

   Ákveðið að samþykja tillögu um húsverndarstyrki með fyrirvara um samþyki Húsafriðunarnefndar ríkisins. Styrkir til lista og menningarstarfsemi samþykktir. %0D%0DEftirtaldir hljóta styrki menningar- og ferðamálanefndar til lista- og menningarstarfsemi:%0DEmil Friðfinnsson vegna hátíðar norrænna hornleikara sem haldin verður í Hafnarfirði 18.-22. júní nk., kr. 200.000%0DEygló Scheving Sigurðardóttir fyrir hönd hljómsveitarinnar Vicky Pollard, kr. 200.000%0DKór heimilismanna að Hrafnhistu í Hafnarfirði, kr. 100.000%0DÖrvar Már Kristinsson vegna farandsýningar fyrir börn á Töfraflautu Mozarts, kr. 250.000%0DGuðmundur Sigurðsson vegna orgelhátíðar í Hafnarfjarðarkirkju, kr. 200.000%0DSunna Guðlaugsdóttir fyrir hönd Tríósins Frisell Project vegna fyrirlestra og tónleika fyrir ungt fólk, kr. 200.000%0DTónlistarhópurinn Camerarctica vegna tónleika, kr. 200.000%0DTónlistarskóli Hafnarfjarðar í samstarfi við Laufey Brá Jónsdóttur til þess að setja upp Litlu Ljót sem forvarnarverkefni, kr. 200.000%0DMargrét Ingólfsdóttir vegna þátttöku á listsýningu í Liverpool 2007, kr. 50.000%0DSigrún Ólafsdóttir vegna einkasýningar í Hafnarborg, kr. 200.000%0DIngunn Fjóla Ingþórsdóttir vegna einkasýningar í Cuxhaven, kr. 100.000%0DList án landamæra vegna listahátíðar 2008, kr. 100.000%0D

  • 0710021 – Stjörnuathugunarstöð, lóðarumsókn í Krísuvík og framtíðaraðstaða

   Berglind Guðmundsdóttir frá Skipulags- og byggingarsviði kom og kynnti erindið.

   Menningar- og ferðamálanefnd mælir með að tekið verði jákvætt í uppbyggingu stjörnuathugunarmiðstöðvar í Krýsuvík og fagnar nauðsynlegri ferðamannaaðstöðu sem skapast myndi með tilkomu hússins.

  • 0711059 – Fjárhagsáætlun 2008, starfsáætlanir 2008.

   Menningar- og ferðamálafulltrúi gerði grein fyrir fjárhagsáætlun 2008 og lagði fram endurskoðaða starfsáætlun.

  • 0802067 – Íshestar/Fjörukrá, markaðsstyrkur

   Lögð fram beiðni um markaðsstyrk. Erindinu var frestað á síðasta fundi nefndar.

   Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að skoða málið útfrá samkeppnissjónarmiðum.

  • 0711105 – Samstarfssamningur Byggðasafns Hafnarfjarðar og Hafnarborgar við Glitni

   Menningar- og ferðamálafulltrúi gerði grein fyrir endurnýjun samstarfssamningsins.

Ábendingagátt