Menningar- og ferðamálanefnd

4. júní 2008 kl. 00:00

á Vesturgötu 8

Fundur 107

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0710073 – Byggðasafn Hafnarfjarðar

      Björn Pétursson mætti til fundarins og gerði grein fyrir nýjungum í starfsemi safnsins á afmælisári.

      Farið yfir verkefni Byggðasafns, m.a. jarðsjármælingu á Hvaleyri, örnefnaskráningu, sýningar sumars og hin nýju hús í umsjá safnsins; Beggubúð, Bungalow og Gúttó.

    • 0704069 – Menningarstefna Hafnarfjarðarbæjar. Endurskoðun stefnu.

      Rætt um málþingið “Menningarstefnur sveitarfélaga – marklaus plögg eða tæki til framfara” sem haldið var á Akureyri þann 22. maí sl. og hvernig það muni nýtast við endurskoðun menningarstefnu Hafnarfjarðar sem fyrirhuguð er með haustinu. Tveir fulltrúar í nefndinni ásamt menningar- og ferðamálafulltrúa sátu málþingið.%0D%0D

    • 0804193 – Listaverkakaup, lán

      Greint frá því hvernig Akureyrarbær og Kópavogur hafa staðið að listaverkalánum og hvaða áhrif slík lán hafa á listaverkasölu.

      Nefndin tók jákvætt í fyrirkomulag listaverkalána og fól menningar- og ferðamálafulltrúa að kanna ennfrekar áhuga hjá bönkum og þau lánakjör sem bjóðast.

    • 0803068 – Víðistaðatún, þjónustuhús tjaldstæðis

      Greint frá því að Fasteignafélag Hafnarfjarðar stefnir að því að nýtt þjónustuhús tjaldsvæðis verði komið í notkun þann 25. júní nk.

      Nefndin leggur áherslu á að þessi tímasetning á gangsetningu þjónustuhúss standist og verði auglýst til að tryggja hámarksnýtingu tjaldsvæðis það sem eftir lifir sumars.

    • 0803037 – Starfsáætlun Fjölskyldusviðs

      Lögð fram til kynningar starfsáætlun Fjölskyldusviðs.

    • 0806021 – Hafnarfjarðarleikhúsið, ársskýrsla og árssreikningur 2007.

      Reikningur og skýrsla lögð fram.

      Óskað eftir álitsgerð frá fjármálastjóra bæjarins og að hann yfirfari reikninginn.

Ábendingagátt