Menningar- og ferðamálanefnd

10. júní 2008 kl. 00:00

á Vesturgötu 8

Fundur 108

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0804192 – Fjöldi ferðamanna í Þjónustuver árið 2007.

      Anna Bára Gunnarsdóttir, forstöðumaður Þjónustuvers, mætti til fundarins og greindi frá því hversu margir erlendir gestir komu í þjónustuverið árið 2007.

      Rætt um þátt ferðamála í þjónustuveri.

    • 0806095 – Hellisgerði, álfasteinn.

      Ásbjörg Una Björnsdóttir, verkefnisstýra, lagði fram til kynningar teikningu af steini þar sem fram kemur fróðleikur um álfa og huldufólk sem fyrirhugað er að koma fyrir í Hellisgerði.

    • 0806096 – Jónsmessuhátíð í Hellisgerði

      Dagskrá Jónsmessuhátíðar þann 23. júní lögð fram til kynningar.

    • 0806097 – Heimasíða Hafnarfjarðarbæjar

      Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi, mætti til fundarins og fór yfir væntanlega breytingar á heimasíðu bæjarins.

      Rætt um hvernig nýta megi heimasíðuna betur til kynningar á ferðaþjónustu bæjarins.

    • 0806094 – Hafnarfjarðarleikhúsið, ársreikningur.

      Lögð fram álitsgerð Gerðar Guðjónsdóttur, fjármálastjóra, um ársreikning Hafnarfjarðarleikhússins.

      Rætt um ársreikning og ársskýrslu. Nefndin óskar eftir að fá starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta leikár, samanber umsögn fjármálastjóra Hafnarfjarðarbæjar.%0D%0D

Ábendingagátt