Menningar- og ferðamálanefnd

17. september 2009 kl. 08:15

á Vesturgötu 8

Fundur 126

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0909121 – Fundur með ferðaþjónustunni í Hafnarfirði, september 2009

      Lögð fram fundargerð fundar Skrifstofu menningar- og ferðamála með ferðaþjónustunni í Hafnarfirði sem haldinn var þann 10. september sl. Fundurinn beinir því til menningar- og ferðamálanefndar að kanna möguleikann á því að ganga í Ferðamálasamtök Suðurnesja (sem þá myndu heita Ferðamálasamtök Reykjaness) en ítrekar jafnframt að áfram verði starfað með og innan Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins. Eins er í fundargerðinni bent á nauðsyn þess að huga að Krýsuvíkursvæðinu og koma fyrir varanlegri salernisaðstöðu við Seltún.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Fundargerðin rædd og menningar- og ferðamálafulltrúa falið að afla upplýsinga um Ferðamálasamtök Suðurnesja og fleira sem fram kemur í fundargerðinni.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0908117 – Hafnarfjarðarleikhúsið.

      Lagt fram bréf frá Hilmari Jónssyni, þar sem fram koma skýringar við árshlutauppgjör leikhússins.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Menningar- og ferðamálanefnd leggur áherslu á mikilvægi þess fyrir alla aðila samningsins að málefni leikhússins skýrist og niðurstaða um framtíð þess liggi fyrir sem allra fyrst. Að mati nefndarinnar er þátttaka menntamálaráðuneytisins í verkefninu þó forsenda áframhaldandi reksturs atvinnuleikhúss í bænum.&nbsp; Það er því mjög brýnt að fá niðurstöðu sem fyrst um frekari framlög af hálfu ráðuneytis og áframhaldandi samstarf um verkefnið við bæjaryfirvöld.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0908194 – Hellisgerði, kaffihúsarekstur

      Málið tekið aftur upp frá síðasta fundi. Drög að auglýsingu lögð fram.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Ákveðið að óska eftir umsögn Framkvæmdaráðs áður en lengra er haldið.&nbsp; </DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0907142 – Línudanshátíð í Hafnarfirði 30. júlí - 1. ágúst

      Lagður fram tölvupóstur frá forstöðumanni Íþróttahússins á Strandgötu þar sem fram kemur kostnaður vegna leigu húss.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að vinna áfram að málinu.</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt