Menningar- og ferðamálanefnd

13. september 2011 kl. 08:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 167

Mætt til fundar

 • Þorsteinn Kristinsson aðalmaður
 • Jóhanna Marín Jónsdóttir aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

 • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 1109040 – Sveinssafn, staða og framtíð

   Lagt fram svarbréf frá menntamálaráðuneyti við ósk Sveinssafns um þríhliðasamning. Ráðuneytið er ekki í aðstöðu til að taka upp slíkar viðræður.

   Nefndin lýsir yfir vonbrigðum með dræmar undirtektir ráðuneytisins. Ákveðið að ræða við forsvarsmenn Sveinssafns um uppkomna stöðu.

  • 1109141 – Bókasafn Hafnarfjarðar 90 ára.

   Greint frá því að þann 18. október 2012 fagnar Bókasafn Hafnarfjarðar 90 ára afmæli. Lagður fram tölvupóstur frá forstöðumanni.

  • 1109140 – Tjaldstæðið á Víðistaðatúni.

   Vettvangsskoðun um tjaldstæðið og heimsókn til Hraunbúa.

   Nefndin þakkar nýráðnum rekstarstjóra Páli L. Sigurðssyni fyrir upplýsingarnar og óskar eftir tölum um fjölda ferðamanna og gistinátta á tjaldstæðinu sumarið 2011 með samanburði við fyrri ár.

Ábendingagátt