Menningar- og ferðamálanefnd

27. september 2011 kl. 08:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 168

Mætt til fundar

 • Þorsteinn Kristinsson aðalmaður
 • Jóhanna Marín Jónsdóttir aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

 • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 1106052 – Könnun á fjölda ferðamanna til Hafnarfjarðar 2011.

   Rætt um upplýsingamiðstöð ferðamanna í Þjónustuveri og á Byggðasafni. Anna Bára Gunnarsdóttir deildarstjóri Þjónustuvers og Björn Pétursson forstöðumaður Byggðasafnsins mættu til fundarins og fóru yfir sumarið.

   Anna Bára Gunnarsdóttir greindi frá því að fyrstu tölur um fjölda ferðamanna í Þjónustuveri sýni aukningu frá árinu á undan. Rætt um nauðsyn þess að bæta merkingar frá Þjónustuveri til Byggðasafns, enda er upplýsingagjöf til ferðamanna á Byggðasafni um helgar. Ákveðið að fela Önnu Báru, Birni og Marín að finna lausn á málinu.

  • 1012277 – Grundtvig Learning Partnership, Lifelong Learning Programme, samningur

   Björn Pétursson, forstöðumaður Byggðasafnsins, mætti til fundarins og sagði frá Evrópuverkefninu “Lifelong Learning Programme” en verkefnið heitir Promoting Early European photography. Á döfinni er heimsókn hinna aðildarlandanna, Englands og Slóvakíu, til Íslands.

   Nefndin þakkar fyrir kynninguna.

Ábendingagátt