Menningar- og ferðamálanefnd

8. nóvember 2011 kl. 08:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 170

Mætt til fundar

  • Þorsteinn Kristinsson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Hlíf Ingibjörnsdóttir varamaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1108149 – Jólaþorpið 2011

      Greint frá góðum viðtökum í söluhúsin í Jólaþorpinu en upppantað er í öll hús. Lögð fram kostnaðaráætlun og drög að skemmtidagskrá.

      Nefndin lýsir yfir ánægju með dagskrá.

    • 1011117 – Krýsuvík-Seltún, Þjónustusamningur við Reykjanesfólkvang.

      Frestað til næsta fundar.

    • 1111068 – Hátíð Hamarskotslækjar, styrkumsókn.

      Lögð fram styrkumsókn vegna Hátíðar Hamarskotlækjar sem haldin verður 11. desember að þessu sinni.

      Nefndin getur ekki orðið við erindinu.

    • 1106052 – Könnun á fjölda ferðamanna til Hafnarfjarðar 2011.

      Frestað til næsta fundar. Gögn frá Rannsóknum og ráðgjöf í ferðaþjónustu ehf., bárust ekki fyrir fundinn.

    • 10021337 – Ferðaþjónusta í Hafnarfirði, fundir með fyrirtækjum

      Rætt um hvenær og hvernig beri að standa að næsta fundi. Rætt um dræma þátttöku ferðaþjónustuaðila á þessum fundum.

      Málið rætt.

    • 11021243 – Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó.

      Frestað til næsta fundar. Engar nýjar fréttir hafa borist frá menntamálaráðuneyti.

    • 1111072 – Framkvæmdasjóður ferðamannastaða. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember.

      Rætt um hvort Hafnarfjörður eigi að sækja um í þennan nýja sjóð. Helmingur kostnaðar við verkefni verður að greiðast af umsækjanda.

      Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að kanna grundvöll fyrir umsókn ásamt stjórn Reykjanesfólkvangs.

    • 1111060 – Afmælissýning í Bókasafni Hafnarfjarðar í tilefni af 50 ára ártíð Friðriks Bjarnasonar, 100 ára afmælis Páls Kr. Pálssonar og 90 ára afmælis Bókasafns Hafnarfjarðar.

      Lagt fram kynningarbréf frá Njáli Sigurðssyni.

Ábendingagátt