Menningar- og ferðamálanefnd

7. desember 2011 kl. 08:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 174

Mætt til fundar

  • Þorsteinn Kristinsson aðalmaður
  • Jóhanna Marín Jónsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1108149 – Jólaþorpið 2011

      Menningar- og ferðamálafulltrúi greindi frá því hvernig til hefur tekist í Jólaþorpinu. Þorpið var vel sótt þær tvær helgar sem liðnar eru, opnunardaginn komu yfir 10.000 gestir í verslunarmiðstöðina Fjörð sem gefur góða mynd af fjölda gesta Jólaþorpsins.

      Nefndin lýsir yfir ánægju með aðsókn í Jólaþorpið.

    • 1109140 – Tjaldstæðið á Víðistaðatúni.

      Lagðar fram umbeðnar tölur um gistinætur frá framkvæmdastjóra tjaldsvæðisins á Víðistaðatúni.

      Nefndin þakkar fyrir tölurnar og vonar að tjaldstæðið verði áfram ágætlega nýtt.

    • 1112049 – Fjárhagsáætlun menningar- og ferðamála 2012.

      Fjárhagsáætlun lögð fram til kynningar og umræðu.

    • 1112048 – Hátíð Hamarskotslækjar

      Dagskrá Hátíðar Hamarskotslækjar lögð fram en hátíðin verður haldin í annað skiptið sunnudaginn 11. desember.

Ábendingagátt