Menningar- og ferðamálanefnd

1. febrúar 2012 kl. 16:15

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 176

Mætt til fundar

 • Jóhanna Marín Jónsdóttir aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Dagbjört Gunnarsdóttir varamaður

Ritari

 • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 1201587 – Áætlun ferðamála 2012

   Lögð fram drög að markaðsáætlun fyrir árið 2012.

   Farið yfir áætlunina og hún samþykkt. Áhersla lögð á að visithafnarfjordur.is verði komin í lag eigi síðar en 1. apríl nk.

  • 1201586 – Starfsáætlun menningar- og ferðamála 2012.

   Starfsáætlun lögð fram.

  • 1201585 – Safnanótt 2012

   Dagskrá Safnanætur í Hafnarfirði lögð fram en safnanótt verður haldin 10. febrúar n.k.

   Nefndin lýsir yfir ánægju með metnaðarfulla dagskrá.

  • 11021243 – Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó.

   Lögð fram drög að fylgiskjali með samningi við Kvikmyndasafn Íslands, sem snýr að notkun á Bæjarbíói.

   Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

  • 1106052 – Könnun á fjölda ferðamanna til Hafnarfjarðar 2011.

   Rætt um fund sem haldinn var í Bæjarbíói þann 26. janúar sl. Þar voru m.a. niðurstöður um fjölda ferðamanna í Hafnarfirði sumarið 2011 kynntar.

   Málin rædd.

  • 1201307 – Styrkir menningar- og ferðamálanefndar 2012.

   Farið yfir úthlutunarreglur og fl.

   Ákveðið að reglur um úthlutun frá 2010 gildi óbreyttar.

Ábendingagátt