Menningar- og ferðamálanefnd

18. apríl 2012 kl. 16:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 181

Mætt til fundar

 • Þorsteinn Kristinsson aðalmaður
 • Halldóra Björk Jónsdóttir varamaður

Ritari

 • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 1011117 – Krýsuvík-Seltún, Þjónustusamningur við Reykjanesfólkvang.

   Helena Mjöll Jóhannsdóttir, fulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn Reykjanesfólkvangs, mætti til fundarins og gerði grein fyrir áherslum stjórnar og nýrri stjórnunaráætlun. Þá greindi hún frá því að landvörður hóf vinnu 15. apríl eða mánuðu fyrr en í fyrra. $line$Rætt um næstu skref og hvort endurnýja eigi þjónustusamning á milli Hafnarfjarðarbæjar og fólkvangs um þjónustu við ferðamenn á Seltúnssvæðinu.

   Ákveðið óska eftir að málefni Seltúns verði tekin fljótlega upp í stjórn Reykjanesfólkvangs þar sem hugað verði að fyrirsjáanlega mikilli fjölgun ferðamanna að svæðinu sbr. fjölda skemmtiferðaskipa sem til Reykjavíkur eru væntanleg í sumar og hvort endurnýja skuli umræddan samning.

  • 1105286 – Hafnarfjarðarvefurinn. visithafnarfjordur.is

   Menningar- og ferðamálafulltrúi greindi frá stöðu mála og að vefurinn yrði opnaður eftir helgina.

  • 1203323 – Sumardagurinn fyrsti 2012

   Lögð fram dagskrá.

  • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

   Menningar- og ferðamálafulltrúi fór yfir ný drög að stefnunni.

   Ákveðið að nefndin hittist fljótlega til þess að fara betur yfir drögin og vinna áfram í stefnunni.

Ábendingagátt