Menningar- og ferðamálanefnd

13. júní 2012 kl. 16:15

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 184

Mætt til fundar

  • Þorsteinn Kristinsson aðalmaður
  • Jóhanna Marín Jónsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1009320 – Gaflaraleikhúsið

      Lagt fram svarbréf frá menntamálaráðuneyti þar sem fram kemur að ekki sé unnt að gera þríhliða samning um leikhúsrekstur í Hafnarfirði að þessu sinni en þess í stað vísað til hefðbundinna styrkja Leiklistarráðs.

      Nefndin mun áfram vinna að framgangi leikhússtarfsemi í Hafnarfirði.

    • 1203322 – Bjartir dagar 2012

      menningar- og ferðamálafulltrúi sagði frá því hvernig til tókst. Flestir viðburðir voru vel sóttir en þó stóðu fimmtudagurinn (Gakktu í bæinn) og Sjómannadagurinn upp úr.

      Rætt um hátíðina og hvernig megi gera hana stærri og öflugri.

    • 1205158 – Aðstaða fyrir Ísafold, hvalaskoðunarbát

      Kristinn Andegaard frá Hafnarfjarðarhöfn mætti til fundarins og greindi frá stöðu mála.

      Búið er að koma upp aðstöðu til þess að hægt verði að nýta sumarið og hefja hvalaskoðunarsiglingar frá Hafnarfirði. Nefndin fagnar því að aftur verði boðið uppá hvalaskoðun frá Hafnarfirði.

    • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

      Vinnu við stefnumótun haldið áfram.

      Farið yfir stefnumótunarskjalið og rætt um kaflaskiptingar, hlutverk sveitarfélagsins í ferðamálum, verkefnalista og næstu skref í vinnunni. Ákveðið að senda skjalið til rýnihóps og til Ferðamálasamtaka Hafnarfjarðar.

Ábendingagátt