Menningar- og ferðamálanefnd

2. október 2012 kl. 16:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 187

Mætt til fundar

  • Jóhanna Marín Jónsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Dagbjört Gunnarsdóttir varamaður

Ritari

  • Ásbjörg Una Björnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1009320 – Gaflaraleikhúsið

      Lögð fram leik- og rekstraráætlun fyrir leikárið 2012-2013. Jafnframt lagt fram bréf menningar- og ferðamálafulltrúa til Leiklistarráðs þar sem óskað er eftir að jákvætt verði tekið í umsókn Gaflaraleikhúss um verkefnastyrki.

      Nefndin fór yfir leik- og rekstraráætlun Gaflaraleikhúsins fyrir leikárið 2012-2013.

    • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

      Lagðar fram þær umsagnir sem hafa borist.

      Menningar- og ferðamálanefnd mun fara yfir sendar umsagnir þegar allar hafa borist.

    • 1208254 – Reykjanes, jarðvangur

      Eggert Sólberg Jónsson verkefnisstjóri Geo Park project mætir á fundinn og fer yfir verkefnið. $line$Farið yfir hugsanlega þátttöku Hafnarfjarðarbæjar.

      Nefndin lýsir yfir miklum áhuga á verkefninu og þakkar Eggerti S. Jónssyni fyrir góða kynningu.

    • 1209124 – Jólaþorpið 2012

      Gerð grein fyrir fjölda umsókn sem borist hafa en frestur rennur út 8. október nk.

      Nefndin fór í jólaskap við umræður um Jólaþorpið og 10 ára afmæli þess. Ánægð með fjölda og fjölbreytni umsókna sem hafa borist.

Ábendingagátt