Menningar- og ferðamálanefnd

23. október 2012 kl. 16:30

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 188

Mætt til fundar

  • Jóhanna Marín Jónsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Dagbjört Gunnarsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Ásbjörg Una Björnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1110136 – Hellisgerði - hollvinasamtök

      Umhverfis- og framkvæmadaráð vísar erindi Hollvinasamtaka Hellisgerði, vegna girðingar Bonsai garðsins, til menningar- og ferðamálanefndar til umsagnar.

      Nefndin tekur jákvætt í beiðni Hollvinasamtaka Hellisgerði að girðingin verði tekin niður sem fyrst.

    • 1209124 – Jólaþorpið 2012

      Undirbúningur Jólaþorps, gert grein fyrir markaðsetningu.

      Rætt um undirbúning og skipulag Jólaþorps, sem gengur mjög vel.

    • 1208063 – Álfagarðurinn, samningur um afnot af húsnæði, framlenging

      Aðstandendur Álfagarðsins í Hellisgerði óska eftir framlengingu á samningi.

      Nefndin tekur vel í að framlengja samningi við Álfagarðinn í 2 ár til viðbótar og hvetur þau áfram til góðra verka.

    • 1101215 – Straumur við Straumsvík, leigusamningur

      Viking Circle á Íslandi hefur formlega óskað eftir því að segja upp leigusamningi.

      Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir því að Framkvæmdasvið sjái um lok leigusamnings. Nefndin hvetur til þess að litið verði til nýrra hugmynda um nýtingu á Straumi.

Ábendingagátt