Menningar- og ferðamálanefnd

29. október 2012 kl. 16:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 189

Mætt til fundar

 • Dagbjört Gunnarsdóttir formaður
 • Jóhanna Marín Jónsdóttir aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

 • Ásbjörg Una Björnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 1006187 – Kosning formanns hjá Menningar- og ferðamálanefnd.

   Á fundi bæjarstjórnar þ. 10.október sl. var eftirfarandi samþykkt:$line$ $line$Forseti bar upp eftirfarandi tillögu um breytingu á skipan fulltrúa í menningar- og ferðamálanefnd:$line$”Aðalmaður:$line$Dagbjört Gunnarsdóttir, Víðivangi 3, í staðinn fyrir Þorstein Kristinsson;$line$Varamaður:$line$Ásbjörn Óskarsson, Kríuási 15, í staðinn fyrir Dagbjörtu Gunnarsdóttur.”$line$$line$Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast framangreind réttkjörin sem aðal- og varamaður í menningar- og ferðamálanefnd. Nefndaskipan helst að öðru leyti óbreytt. $line$

   Dagbjört Gunnarsdóttir kjörin formaður menningar- og ferðamálanefndar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá. Dagbjört boðin velkomin til starfa. Samþykkt er að Ómar Ásbjörn Óskarsson verði varamaður Dagbjartar.

  • 1210552 – Fundur nefndar með Ferðamálasamtökum Hafnarfjarðar 29. okt 2012.

   Erindi Ferðamálasamtaka Hafnarfjarðar$line$A: Hversvegna er Hafnarfjörður ekki inní áætlun um jarðvang á Reykjanesi? Stjórn Ferðamálasamtakanna ályktar að það væri betra ef Hafnarfjarðarbær væri aðili að Reykjanes jarðvangi.$line$B: Ferðamálasamtökin leggja til að vinna við ferðamálastefnu Hafnarfjarðar ásamt viðhorfskönnun og framkvæmdaráætlun verði lögð fram sem mögulegt verkefni fyrir fagaðila í ferðamálafræði úr háskólasamfélaginu.$line$C: Ferðamálasamtök Hafnarfjarðarbæjar ætla að sækja um IPA styrk. Óskað er eftir því að Hafnarfjarðarbær myndi hafa hlutverk í framkvæmd verkefnisins en myndi ekki bera ábyrgð.

   A: Formleg boð hefur ekki borist frá Reykjanes jarðvangi. Nefndin hefur átt fund með verkefnastjóra Reykjanes fólksvangs og sýnt verkefninu áhuga.$line$B: Nefndin heldur sig við upphaflega verkáætlun um ferðamálastefnum Hafnarfjarðar að svo stöddu.$line$C: Nefndin lýsir yfir áhuga á verkefninu og hvetur Ferðamálasamtök Hafnarfjarðar í umsóknarferlinu.

Ábendingagátt