Menningar- og ferðamálanefnd

26. febrúar 2013 kl. 16:45

Sjá fundargerðarbók

Fundur 195

Mætt til fundar

  • Dagbjört Gunnarsdóttir formaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Hlíf Ingibjörnsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Ásbjörg Una Björnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0703261 – Námsleyfi og styrkir

      Karl Rúnar Þórsson minjavörður á Byggðasafni Hafnarfjarðar hefur óskað eftir launalausu leyfi í eitt ár.

      Lagt fram til kynningar

    • 1302093 – Ferðabæklingar 2013

      Nýjar hugmyndir varðandi ferðabækling Hafnarfjarðar, Hafnarfjörður – the town in the lava, lagðar fram til kynningar.

      Nefndin styður nýjar hugmyndir og hefur mikinn áhuga á endurbótum á prentuðu efni fyrir ferðafólk.

    • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

      Unnið að kynningu vegna Ferðamálastefnu Hafnarfjarðar sem haldin verður í febrúar.

    • 1301732 – Seltún-öllum til sóma, úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða

      Stjórn framkvæmdasjóð ferðamannastaða veitir Hafnarfjarðarbæ styrk að upphæð 1.000.000.- króna vegna verkefnisins “Seltún – öllum til sóma”.

      Menningar- og ferðamálanefnd fagnar styrkveitingunni og lítur á þetta sem stórt skref í átt að eflingu Seltúns sem áningastaðar ferðfólks.

Ábendingagátt