Menningar- og ferðamálanefnd

22. apríl 2013 kl. 08:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 201

Mætt til fundar

  • Dagbjört Gunnarsdóttir formaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Hlíf Ingibjörnsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Ásbjörg Una Björnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1303544 – Byggðasafn Hafnarfjarðar ársskýrsla 2012

      Björn Pétursson forstöðumaður Byggðasafns Hafnarfjarðar kynnir ársskýrslu safnsins fyrir árið 2012.

      Nefndin þakkar Birni fyrir góða kynningu.

    • 1304347 – Straumur 2013

      Tvær umsóknir bárust, báðir aðilar mæta á fund nefndarinnar og kynna hugmyndir sínar.

      Nefndin þakkar fyrir góðar og áhugaverðar kynningar.

    • 1304346 – Bæjarbíó

      Tillaga menningar- og ferðamálanefndar varðandi nýtingu á Bæjarbíói.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri-grænna leggja til að gengið verði til viðræðna við Gaflaraleikhúsið um áframhaldandi samstarf við Hafnarfjarðarbæ um rekstur leikhúss og leiklistartengdrar starfsemi, og um afnot og umsjón með húsnæði Bæjarbíós. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri-grænna mæla því ekki með framlengingu samnings við Kvikmyndasafn Íslands um umsjón Bæjarbíós, en leggja áherslu á safninu verði tryggð afnot af aðstöðu í húsinu til sýningarhalds. $line$Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá og leggur fram eftirfarandi bókun: Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur tillöguna sem hér er lögð fram ótímabæra þar sem hvorki liggi fyrir raunhæf kostnaðaráætlun né samkomulag við núverandi notendur hússins (Kvikmyndasafn Íslands). En er eindregið á þeirri skoðun að gengið skuli til samninga um áframhaldandi samstarf við Gaflaraleikhúsið um rekstur leikhúss og leiklistarstarfsemi í Hafnarfirði. $line$Menningar- og ferðamálanefnd vísar þessari tillögu til Bæjarráðs til umfjöllunar.

Ábendingagátt