Menningar- og ferðamálanefnd

10. júní 2013 kl. 08:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 204

Mætt til fundar

 • Dagbjört Gunnarsdóttir formaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

 • Ásbjörg Una Björnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 1304347 – Straumur 2013

   Á fundi Bæjarráðs þann 30. maí sl. var ákveðið að ganga til viðræðna við Ólöfu Erlu Bjarnadóttur, Sigurlínu Margréti Ousala og Hildi Ýr Jónsdóttur um rekstur listiðnaðar-og hönnunarmiðstöðvar í Straumi. Var menningar- og ferðamálafulltrúa falið að leita eftir samningum við ofangreinda aðila.

   Menningar – og ferðamálanefnd vonar að fljótt verði hægt að ganga frá samningum og að starfsemi hefjist fljótlega í Straumi.

  • 1304182 – Ráðhústorg grænkun

   Skrifstofa menningar- og ferðamála mun taka þátt í verkefninu með því að sjá um sumarmarkað á Ráðhústorginu.

   Menningar- og ferðamálanefnd fagnar framtaki Skipulags- og byggingarráðs.

  • 0906147 – Ferðamálahópur ÍTH

   Skrifstofa menningar- og ferðamála mun hafa yfirumsjón með ferðamálahópi ÍTH í sumar. Auk þess að kynna Hafnarfjörð fyrir ferðafólki mun hópurinn einnig sjá um sumarmarkað á Ráðhústorginu.

   Góð reynsla hefur verið af Ferðamálahópi ÍTH og frábært að fá þau til starfa í sumar.

Ábendingagátt