Menningar- og ferðamálanefnd

19. ágúst 2013 kl. 09:30

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 206

Mætt til fundar

  • Dagbjört Gunnarsdóttir formaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

  • Marín G. Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1308226 – Lista- og hönnunarmiðstöð í Straumi, samningur.

      Lögð fram drög að samningi.

      Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að senda fyrirliggjandi drög á forsvarsmenn Lista- og hönnunarmiðstöðvarinnar.

    • 1308227 – Yfirlit yfir gjaldtökuleiðir ferðamannastaða, skýrsla

      Lögð fram skýrsla sem Ferðamálastofa lét vinna.

      Rætt um skýrsluna.

    • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

      Samkvæmt ferðamálastefnu Hafnarfjarðarbæjar skal vinna tímasetta áætlun fyrir árslok um form og staðsetningu ferðamannaskilta.

      Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir að sviðið Umhverfi og framkvæmdir vinni að útfærslu í samráði við menningar- og ferðamálafulltrúa fyrir tilsett tímamörk. Eins verði sett í forgang að finna áningarstað fyrir útskotsskilti við innkomun í bæinn við Reykjanesbraut. Ýmsir kostir ræddir.

Ábendingagátt