Menningar- og ferðamálanefnd

30. ágúst 2013 kl. 09:30

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 207

Mætt til fundar

  • Dagbjört Gunnarsdóttir formaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1308560 – Merkingar fyrir erlenda ferðamenn.

      Lagt fram minnisblað menningar- og ferðamálafulltrúa um stöðu mála. Á fundi umhverfis- og framkvæmdasviðs þann 28. ágúst var ákveðið að vinna framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir árin 2013-2015 í samráði við menningar- og ferðamálafulltrúa og skal áætlunin liggja fyrir í septemberlok.

      Menningar- og ferðamálanefnd lýsir yfir vonbrigðum með að ekki var unnt að halda áfram vinnu við áningarstað á móts við Straum þar sem Vegagerðin samþykkti ekki staðsetninguna. Nefndin leggur mikla áherslu á að fundin verði lausn á með hvaða hætti best er að koma fyrir ferðamannaskiltum á Reykjanesbrautinni.

    • 1308559 – Viðburðir í Hafnarfirði - Hvað viljum við? Fundur haldinn í Hafnarborg 5. september 2013.

      Lögð fram drög að dagskrá.

      Menningar- og ferðamálanefnd telur fundinn mikilvægan enda nauðsynlegt að skoða viðburði á vegum bæjarins með það í huga að þeir eflist og þróist.

    • 1308431 – Íslandskynning í Cuxhaven, styrkumsókn.

      Lögð fram styrkumsókn frá Hauki Birgissyni, hótelstjóra á Hótel Hafnarfirði.

      Nefndin er sammála um að ekki sé unnt að verða við beiðninni.

    • 1308226 – Lista- og hönnunarmiðstöð í Straumi, samningur.

      Samningsdrög með athugasemdum leigutaka lögð fram.

      Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að vinna úr athugasemdunum ásamt Fasteignafélagi Hafnarfjarðar.

    • 0704069 – Menningarstefna Hafnarfjarðarbæjar. Endurskoðun stefnu.

      Rætt um með hvaða hætti best er að haga endurskoðun menningarstefnu frá árinu 2004.

      Ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun stefnunnar.

Ábendingagátt