Menningar- og ferðamálanefnd

13. september 2013 kl. 08:30

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 208

Mætt til fundar

  • Dagbjört Gunnarsdóttir formaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

  • Marín G. Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1308559 – Viðburðir í Hafnarfirði-Hvað viljum við? Fundur í Hafnarborg 5.9.2013.

      Menningar- og ferðamálafulltrúi fór yfir það helsta sem fram kom á fundinum og lagði fram samantekt.

      Farið yfir samantekt.

    • 1309249 – Hugmyndir um líflegri miðbæ.

      Lagt fram erindi frá Ingvari Þorsteinssyni um líflegri miðbæ sem tengist listsköpun. Ingvar óskar eftir að koma á fund nefndar.

      Nefndin tekur vel í hugmyndirnar og ósk um að mæta á fund nefndar.

    • 1309255 – Jólaþorpið 2013

      Til fundarins mættu Philippe Baltz Nielsen og Birgir Karl Óskarsson frá fyrirtækinu Circle of beautiful people og kynntu hugmyndir fyrir Jólaþorpið með samstarf í huga. Einnig lögð fram könnun á meðal söluaðila í jólahúsum síðustu ára um breytingar á opnunartíma.

      Nefndinni líst vel á hugmyndirnar og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að kanna möguleika á samstarfi til eflingar Jólaþorpinu og jólaverslun í Hafnarfirði.

    • 1308488 – Cuxhaven vinabæjarsamstarf 25 ára

      Greint frá afmælishátíð að þessu tilefni sem haldinn verður laugardaginn 12. október nk. Einnig sagt frá gjöf sem Cuxhaven hefur sent Hafnarfjarðarbæ en það er gamalt siglingamerki, Kugelbake, sem einnig er táknmynd Cuxhavenborgar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1308226 – Lista- og hönnunarmiðstöð í Straumi, samningur.

      Farið yfir samninginn að nýju.

      Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að gera breytingar á samningi í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1308431 – Íslandskynning í Cuxhaven, styrkumsókn.

      Lögð fram ósk frá Hauki Birgissyni um að koma á fund nefndar fljótlega.

      Nefndinni líst vel á að fá kynningu á starfsemi Hótel Hafnarfjarðar.

    • 1309260 – Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins: Ferðakaupstefnan Hittumst 2013.

      Greint frá velheppnaðri kaupstefnu sem Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins stóðu að og sem haldinn var á Grand hótel föstudaginn 6. september. Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ferðamálasamtök Hafnarfjarðar tók þátt og kynnti Hafnfirska ferðaþjónustu.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1210085 – International Hanseatic Days 2013 in Herford

      Lögð fram samantekt frá Birni Péturssyni, forstöðumanni Byggðasafnsins, um Hansasambandið og ferð sem hann fór á alþjóðlega hansahátíð í Herford í sumar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1309278 – Bæjarlistamaður.

      Á fundi stjórnar Hafnarborgar þann 5. september sl var rætt um bæjarlistamann og eftirfarandi bókað í fundargerð: Stjórn Hafnarborgar samþykkti að óska eftir því að bæjarráð horfi til þess við gerð næstu fjárhagsáætlunar að aftur verði útnefndur bæjarlistamaður og að jafnframt verði veittir hvatningarstyrki til efnilegra listamanna. Stjórnin óskaði jafnframt eftir því að menningarfulltrúi ásamt forstöðumanni Hafnarborgar skoði fyrirkomulag þessa.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt