Menningar- og ferðamálanefnd

8. nóvember 2013 kl. 09:00

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 211

Mætt til fundar

  • Dagbjört Gunnarsdóttir formaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1311068 – Tjaldstæðið Víðistaðatúni, gistinætur sumarið 2013.

      Lagðar fram gistináttatölur og rætt um tjaldsvæðið.

    • 1309255 – Jólaþorpið 2013

      Lögð fram dagskrá og greint frá kostunaraðilum og samstarfi við Rauða krossinn, kaupmenn og Eddu Heiðrúnu Backman.

      Nefndin fagnar nýjungum í Jólaþorpi og fjölbreyttri dagskrá sem einnig teygir sig út í Strandgötuna og Fjörð.

    • 1308560 – Merkingar fyrir erlenda ferðamenn.

      Lögð fram framkvæmda- og kostnaðaráætlun merkinga fyrir erlenda ferðamenn fyrir árin 2013-2015.

    • 1311049 – Stofnskrá Byggðasafns Hafnarfjarðar

      Björn Pétursson mætti til fundarins og gerði grein fyrir endurbótum á stofnskrá til samræmis við ný safnalög. Stofnskrá samþykkt og undirrituð af formanni.

Ábendingagátt