Menningar- og ferðamálanefnd

22. nóvember 2013 kl. 09:00

Sjá fundargerðarbók

Fundur 212

Mætt til fundar

  • Dagbjört Gunnarsdóttir formaður
  • Hlíf Ingibjörnsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1309255 – Jólaþorpið 2013

      Lögð fram heildardagskrá Jólaþorpsins og rætt um aðra dagskrá í Hafnarfirði á aðventu, s.s. Syngjandi jól, Kynstrin öll og jóladagskrá safna.

      Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með dagskrá Jólaþorpsins. Rætt um aðra dagskrá á aðventu í bænum.

    • 1311157 – Bæjarbíó, fjölnotahús, hugmynd af Betri Hafnarfjörður

      Lögð fram tillaga um notkun Bæjarbíós af samskiptavefnum Betri Hafnarfjörður sem bæjarráð vísaði til nefndar.

      Nefndin tekur undir að starfsemi í húsinu hefur ekki verið mikil. Um þessar mundir er unnið að gerð nýs samnings við Kvikmyndasafn Íslands þar sem áhersla er lögð á að samhliða kvikmyndasýningum verði húsið nýtt undir fjölbreytta viðburði sem þó ógni ekki búnaði eða verndargildi hússins.

    • 1311325 – Gaflaraleikhúsið, Strandgata 50, samningur

      Lagt fram bréf frá stjórn Gaflaraleikhússins þar sem óskað er eftir svörum um áframhald en samningur við leikhúsið rennur út um áramót.

      Nefndin er einhuga í því að semja áfram við Gaflaraleikhúsið og mun vinna að gerð nýs samnings með leikhúsinu í janúar á næsta ári.

Ábendingagátt