Menningar- og ferðamálanefnd

29. janúar 2014 kl. 11:00

Sjá fundargerðarbók

Fundur 215

Mætt til fundar

  • Dagbjört Gunnarsdóttir formaður
  • Hlíf Ingibjörnsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1009320 – Gaflaraleikhúsið

      Lárus Vilhjálmsson og Gunnar Helgason mættu til fundarins og fóru yfir stöðuna með húsnæðið að Strandgötu 50 og fleira.

      Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að vinna að samningsgerð ásamt fulltrúum leikhússins.

    • 1212126 – Bjartir dagar

      Rætt um hvort halda eigi Bjarta daga með hefðbundnu sniði í ár.

      Í ljósi fundar um viðburði sem haldin var í Hafnarborg í haust þar sem rætt var m.a. um stöðu Bjartra daga leggur nefndin til að hátíðin verði ekki haldin í lok maí, byrjun júní í ár. Kannað verði hvort halda megi viðburðinn eða sambærilega hátíð síðar á árinu.

    • 1401656 – Sveinssafn, framtíð og samstarfssamningur

      Lagt fram erindi og greinargerð frá Erlendi Sveinssyni, fyrir hönd Sveinssafns, þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við bæinn.

      Nefndin þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar en telur að ekki sé unnt að gera samstarfssamning við Sveinssafn á þessu stigi. Nefndin vísar til næstu styrkveitinga um stuðning til safnsins.

    • 11021243 – Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó.

      Lögð fram drög að samningi Hafnarfjarðarbæjar og Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um stuðning Hafnarfjarðarbæjar við sýningarhald Kvikmyndasafns Íslands.

      Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi Hafnarfjarðarbæjar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Í honum felst að Hafnarfjarðarbær muni veita Kvikmyndasafni Íslands áframhaldandi stuðning til næstu þriggja ára og tryggja safninu endurgjaldslaus afnot af Bæjarbíói í tengslum við sýningarhald sitt. Hafnarfjarðarbær leggur jafnframt ríka áherslu á varðveislugildi hússins og mikilvægi þess að áfram verði unnið að endurbótum þess og viðhaldi. $line$$line$Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir jafnframt að auglýst skuli eftir áhugasömum aðila til að taka sér rekstur Bæjarbíós.$line$$line$Samningsdrögum vísað til staðfestingar í bæjarráði.$line$$line$$line$$line$

    • 0701089 – Capacent Gallup, viðhorfskönnun

      Greint frá könnun á þjónustu sveitarfélaga þar sem m.a. var spurt um menningarmál.

      Frestað til næsta fundar.

Ábendingagátt