Menningar- og ferðamálanefnd

3. febrúar 2014 kl. 08:30

Sjá fundargerðarbók

Fundur 216

Mætt til fundar

  • Dagbjört Gunnarsdóttir formaður
  • Hlíf Ingibjörnsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1009320 – Gaflaraleikhúsið

      Rætt um drög að samningi og fleira.

      Nefndin samþykkir fyrirliggjandi fyrstu drög og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að vinna áfram að málinu með Gaflaraleikhúsinu og Leikfélagi Hafnarfjarðar.

    • 1401869 – Bæjarbíó, rekstraraðili.

      Lögð fram drög að auglýsingu þar sem óskað er eftir rekstraraðila að Bæjarbíói.

      Nefndin áréttar að nauðsynlegt sé að viðkomandi rekstur rekist ekki á við sýningaráætlun Kvikmyndasafns Íslands og að gætt sé að verndargildi hússins. Nefndin samþykkir drög að auglýsingu fyrir sitt leyti.

    • 0701089 – Capacent Gallup, viðhorfskönnun

      Farið yfir könnunina.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1204331 – Reykjanesfólkvangur, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð frá 17. janúar sl.

      Málið rætt.

    • 1401190 – Betri Hafnarfjörður, Almennar kvikmyndasýningar í Bæjarbíó

      Nefndin vinnur nú að því að gera Bæjarbíó að lifandi menningarmiðstöð og mun á næstunni auglýsa eftir rekstraraðila í þeim tilgangi.

Ábendingagátt