Menningar- og ferðamálanefnd

6. maí 2014 kl. 16:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 223

Mætt til fundar

  • Dagbjört Gunnarsdóttir formaður
  • Hlíf Ingibjörnsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1401869 – Bæjarbíó, rekstraraðili.

      Farið yfir gögn og ákvörðun tekin um rekstraraðila Bæjarbíós.

      Að loknum viðtölum og ítarlegu mati á umsóknum er menningar- og ferðamálanefnd sammála um að ganga til samninga við Menningar- og Listafjelag Hafnarfjarðar um rekstur á Bæjarbíói. Eins og fram hefur komið í útboðsgögnum og viðtölum er um eins árs tilraunaverkefni að ræða.$line$$line$Nefndin mun áfram vinna að gerð samnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið sem tryggja mun sýningaþátt Kvikmyndasafns Íslands í bíóinu og mun sá þáttur skýrast á næstunni.$line$$line$Nefndin þakkar öllum umsækjendum sýndan áhuga og vísar niðurstöðu nefndar til staðfestingar í bæjarráði.

Ábendingagátt