Menningar- og ferðamálanefnd

19. maí 2014 kl. 13:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 224

Mætt til fundar

 • Dagbjört Gunnarsdóttir formaður
 • Hlíf Ingibjörnsdóttir aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

 • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 1401869 – Bæjarbíó, rekstraraðili.

   Lagður fram samningur við Menningar- og listafjelag Hafnarfjarðar um afnot af Bæjarbíói.

   Nefndin fór yfir samning og lagði til nokkrar breytingar. Drög að samningi samþykkt samhljóða og menningar- og ferðamálafulltrúa falið að kynna þau fyrir MLH hið fyrsta.

  • 1009320 – Gaflaraleikhúsið

   Lagður fram samningur við Gaflaraleikhúsið til næstu 3ja ára.

   Nefndin samþykkir drög af samningi samhljóða og einnig fylgiskjal sem er samningur á milli Leikfélags Hafnarfjarðar og Gaflaraleikhússins um samnýtingu húsnæðis.

  • 11021243 – Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó.

   Lögð fram drög að samningi sem verið er að vinna í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið.

   Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir drögin samhljóða fyrir sitt leyti.

Ábendingagátt