Menningar- og ferðamálanefnd

18. ágúst 2014 kl. 10:00

Sjá fundargerðarbók

Fundur 227

Mætt til fundar

  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1408217 – Sjónvarpsþættir um Hafnarfjörð á ÍNN

      Lagt fram erindi frá Hólmfríði Þórisdóttur og Sigurði Þ. Ragnarssyni þar sem óskað er eftir styrktarframlagi og samvinnu við Hafnarfjarðarbæ um gerð þátta sem fjalla um Hafnarfjörð og sem sýndir yrðu á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

      Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að svara erindinu í samráði við upplýsingafulltrúa bæjarins.

    • 1408216 – Heimsóknardagur nefndar

      Ný nefnd heimsótti Byggðasafnið, tjaldstæðið og Fjörukrá.

      Björn Pétursson forstöðumaður Byggðasafnsins fræddi nefndina um helstu verkefni safnsins, ástand húseigna, sýningar, viðburði og fleira. Sigríður Didda Aradóttir, rekstrarstjóri Hraunbúa sagði frá tjaldstæði og gistihúsi og Jóhannes Viðar Bjarnason og Unnur Jóhannsdóttir sýndu nefndarmönnum Hótel Víking og ræddu um gott ferðasumar og fleira.

Ábendingagátt