Menningar- og ferðamálanefnd

17. september 2014 kl. 10:00

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 229

Mætt til fundar

 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
 • Jón Grétar Þórsson aðalmaður

Ritari

 • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 1009320 – Gaflaraleikhúsið

   Lagt fram erindi um stofnun ungmennaleikhúss Gaflaraleikhússins. Lögð fram ársskýrsla og ársreikningur.

   Farið yfir ársreikning og ársskýrslu. Erindi um stofnun ungmennaleikhúss vísað til skoðunar hjá Íþrótta- og tómstundarnefnd. Nýlega skrifaði menningar- og ferðamálanefnd undir 3ja ára samning við Gaflaraleikhúsið um starfsemi atvinnuleikhúss og er ekki unnt að skoða hækkun á frekara framlagi.

  • 1409029 – Jólaþorpið 2014

   Rætt um undirbúning, kostnaðarliði, mönnun og fleira. Lagt fram tilboð frá Skemmtilegt ehf. á leigu á 12 húsum til viðbótar, í því skyni að stækka Þorpið og dreifa eftir Strandgötunni.

   Nefndin er áhugasöm um að stækka Þorpið en bendir á að það feli í sér aukinn kostnað, þar sem leigutekjur standi ekki undir kostnaði við viðbótarhúsin.

  • 1409485 – Minnisvarði um sjómenn er fórust í Halaveðrinu svonefnda.

   Lagt fram erindi frá Erlendi Þór Eysteinssyni þar sem hann óskar eftir að reistur verði minnisvarði um þá sjómenn sem fórust í Halaveðrinu svokallaða árið 1925.

   Nefndin felur bæjarminjaverði að svara erindinu.

Ábendingagátt