Menningar- og ferðamálanefnd

29. janúar 2015 kl. 10:15

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 238

Mætt til fundar

  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1501927 – Þjónusta sveitarfélaga, Hafnarfjörður, könnun

      Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi, mætti til fundarins og fór yfir þátt menningarmála og fleira í könnuninni. Ekki var spurt um ferðamál.

      Fundarmenn þakka fyrir kynninguna.

    • 0704069 – Menningarstefna Hafnarfjarðarbæjar. Endurskoðun stefnu.

      Forstöðumenn menningarstofnana bæjarins mættu til fundarins og fóru yfir málið með nefndinni.

      Ákveðið að halda opinn fund með bæjarbúum og stofna opinn vettvang til skoðanaskipta.

    • 15011054 – Safnanótt og sundlauganótt á Vetrarhátíð 2015

      Menningar- og ferðamálafulltrúi fór yfir dagskrá safnanætur í Hafnarfirði sem er partur af Vetrarhátíð í Reykjavík og nágrenni og greindi frá því að í ár tekur Ásvallalaug einnig þátt í sundlauganótt hátíðarinnar.

      Safnanótt verður haldin 6. febrúar og sundlauganótt 7. febrúar. Dagskrá kynnt.

    • 1009320 – Gaflaraleikhúsið.

      Greint frá því að mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu leiklistarráðs að veita samstarfssamningi Gaflaraleikhús styrk að upphæð 20 milljónir til tveggja ára, þ.e. 10 milljónir 2015 og 10 milljónir 2016. Samningurinn er gerður á grunni samstarfssamnings leikhússins við Hafnarfjarðarbæ um 20 milljóna kr. árlegt framlag á árunum 2014-2016.

      Nefndin fagnar niðurstöðu leiklistarráðs og óskar Gaflaraleikhúsinu til hamingju.

Ábendingagátt