Menningar- og ferðamálanefnd

8. apríl 2015 kl. 10:00

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 243

Mætt til fundar

  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1501451 – Menningarstyrkir 2015

      Loka skoðun og afgreiðsla umsókna um menningarstyrki.

      Nefndin er sammála um að veita 23 styrki til menningarverkefna og viðburða. Styrkafhending fer fram á Björtum dögum í Hafnarborg 24. apríl kl. 17:30.

    • 1502313 – Skemmtilegar merkingar.

      Kostnaðarmat frá Umhverfi og framkvæmdum Hafnarfjarðar lagt fram.

      Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

    • 1504066 – Víkingahátíð 2015, styrkbeiðni.

      Umsókn um styrk til Víkingahátíðar 2015 lögð fram.

      Nefndin samþykkir að veita styrk til Víkingahátíðar að upphæð kr. 400.000.-

    • 1504091 – Bjartir dagar 2015

      Drög að dagskrá lögð fram.

      Farið yfir dagskrá og ákveðið að afhenda menningarstyrki föstudaginn 24. apríl kl. 17:30 í Hafnarborg.

Ábendingagátt