Menningar- og ferðamálanefnd

5. maí 2015 kl. 10:00

Sjá fundargerðarbók

Fundur 244

Mætt til fundar

 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
 • Jón Grétar Þórsson aðalmaður

Ritari

 • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 1504410 – Sjómannadagurinn 2015

   Menningar- og ferðamálafulltrúi greindi frá því að undirbúningur er hafinn og fór yfir drög að dagskrá.

  • 0704069 – Menningarstefna Hafnarfjarðarbæjar. Endurskoðun stefnu.

   Rætt um vinnulag við endurskoðunina og fleira. Farið yfir núgildandi stefnu.

   Ákveðið að hefja vinnu hið fyrsta.

  • 1410264 – Bæjarbíó og Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar

   Komið er að endurskoðun samnings Hafnarfjarðarbæjar og Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar um afnot af Bæjarbíói. Samningstími var eitt ár með möguleika á framlengingu.

   Björn Pétursson, formaður bíóráðs, mætti til fundarins og fór yfir árið með nefndinni. Ákveðið að taka aftur upp á næsta fundi nefndar.

  • 1502068 – Viðburðir 2015

   Rætt um viðburði sumarsins.

   Greint frá opnun nýrra og endurnýjaðra sýninga Byggðasafnsins þann 28. maí nk. Einnig rætt um menningargöngur sem verða alla fimmtudaga í sumar og fleiri mögulega viðburði.

  • 1204331 – Reykjanesfólkvangur, fundargerðir

   Síðustu fundargerðir lagðar fram.

Ábendingagátt