Menningar- og ferðamálanefnd

15. maí 2015 kl. 10:00

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 245

Mætt til fundar

  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0704069 – Menningarstefna Hafnarfjarðarbæjar. Endurskoðun stefnu.

      Farið yfir strauma í menningarstefnum vítt og breitt og ákveðið að halda vinnu áfram á næsta fundi.

    • 1410264 – Bæjarbíó og Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar

      Endurskoðun samnings um Bæjarbíó.

      Ákveðið að boða forsvarsmenn Lista- og menningarfélagsins á næsta fund nefndar.

    • 1504410 – Sjómannadagurinn 2015

      Lögð fram dagskrá Sjómannadagsins sem er að þessu sinni 7. júní.

    • 1502069 – Útgáfa á árinu 2015.

      Greint frá því að ferðabæklingurinn Hafnarfjörður, The Elf Town in the Lava 2015 fari í dreifingu á næstu dögum. Jafnframt greint frá því að búið er að koma íslenska Huliðsheimakortinu, frá árinu 1993, á rafrænt form til samræmis við álfakort á þýsku og ensku.

      Málið rætt.

Ábendingagátt