Menningar- og ferðamálanefnd

22. maí 2015 kl. 13:00

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 246

Mætt til fundar

  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1410264 – Bæjarbíó og Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar

      Kristinn Sæmundsson mætti til fundarins til þess að ræða málefni Bæjarbíós.

    • 1303511 – Seltún, íveruhús og salernishús, Rekstrarsamningur-samkomulag.

      Lagt fram erindi frá formanni stjórnar Reykjanesfólkvangs þar sem óskað er eftir endurnýjunar á samningi.

      Ákveðið að fela menningar- og ferðamálafulltrúa að ganga frá samningi fyrir árið 2015.

    • 0704069 – Menningarstefna Hafnarfjarðarbæjar. Endurskoðun stefnu.

      Vinnu haldið áfram.

      Ákveðið að boða til samtals við bæjarbúa í haust.

    • 1505330 – Menningargöngur sumarið 2015 og aðrir viðburðir.

      Drög að 13 menningargöngum sumarsins lögð fram en eins og í fyrra verður boðið upp á göngur alla fimmtudaga í sumar. Einnig lögð fram drög að öðrum viðburðum sumars.

Ábendingagátt