Menningar- og ferðamálanefnd

8. júní 2015 kl. 13:00

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 247

Mætt til fundar

  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1504257 – Strandgata 1, listaverk á gafli

      Lagt fram erindi frá Ingvari Birni Þorsteinssyni þar sem hann óskar eftir að fá að setja upp listaverk á gaflinn á Strandgötu 1 eða gaflinn á Strandgötu 4 eftir listamanninn Odee.

      Hafnarborg sér um útilistaverk í bænum og því er erindinu vísað til listráðs Hafnarborgar.

    • 1506085 – Leiðarendi. Ósk um teljara.

      Lagt fram erindi frá Árna. B. Stefánssyni þar sem hann óskar eftir að Hafnarfjarðarbær setjo upp teljara við hellinn Leiðarenda.

      Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að kanna málið með Umhverfis- og framkvæmdasviði.

    • 1410264 – Bæjarbíó og Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar

      Endurnýjun samnings. Lögð fram síðasta fundargerð Bíóráðs.

      Menningar- og ferðamálanefnd er sammála um að endurnýja samning við Menningar- og listafélagið til eins árs. Vegna breytinga hjá Menningar- og listafélaginu verði gerðar nauðsynlegar umbætur á samningi og lögð er áhersla á að Bíóráð hittist oftar og að eftirlit með húseign bæjarins verði aukið.

    • 1506086 – Bókasafn Hafnarfjarðar, nýr forstöðumaður

      Greint frá því að Óskar Guðjónsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar. Óskar mun hefja störf í byrjun ágúst.

      Nefndin býður Óskar velkomin til starfa og þakkar fráfarandi forstöðumanni Önnu Sigríði Einarsdóttur fyrir frábær störf í þágu bæjarfélagsins í yfir 30 ár.

    • 1504066 – Víkingahátíð 2015

      Greint frá því að Víkingahátíð hefst 12. júní nk. Er þetta í 20 skipti sem hátíðin er haldin.

    • 1506133 – Krýsuvík, úthlutun til ferðamannastaða úr ríkissjóði

      Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar fagnar því að ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að setja töluverða fjármuni til uppbyggingar fjölsóttra ferðamannastaða. Nefndin bendir þó á að háhitasvæðið við Seltún, sem er í eigu og umsjón Hafnarfjarðarbæjar, er afar fjölsóttur ferðamannastaður og óskar eftir samstarfi við ríkið um nauðsynlega uppbyggingu staðarins. Áætlað er að um 150.-200.000 gestir sæki Seltún heim árlega en af þeim fjölda koma fæstir við í Hafnarfjarðarbæ og því ekki um óbeinar tekjur bæjarins að ræða af svæðinu.

      Nefndin leggur áherslu á að uppbygging á Seltúnssvæðinu verði sérstaklega könnuð og þá með styrk frá ríki til nauðsynlegra framkvæmda.

    • 1009320 – Gaflaraleikhúsið.

      Ársskýrsla og ársreikningur lögð fram.

      Nefndin fór yfir skýrslu og ársreikning leikhússins.

Ábendingagátt